CO₂ - Framtíðin í okkar höndum

23 VISSIR ÞÚ AÐ ... … smitberar kunna að nema ný lönd og hitabylgjur, flóð eða þurrkar auka hættuna á slysum og dauðsföllum. Sahel í Afríku Stórt landsvæði í Afríku sunnan við Sahara-eyðimörkina er viðkvæmt fyrir sveiflum í úrkomu. Á Sahel veldur hækkun hita minnkandi úrkomu og þurrkum. Afríkubúar eru um 1.000 milljónir. Margir þeirra hafa ekki nægjanlegan aðgang að neysluvatni og ætla má að á milli 75 og 250 milljónir Afríkubúa til viðbótar muni skorta neysluvatn ef hiti hækkar um 1°C. Með auknum þurrkum dregst líka ræktarland saman og þar með uppskeran. Fækkun tegunda Ef meðalhiti jarðarinnar hækkar um 1,5 til 2,5°C gætu 20 til 30% allra plöntu- og dýrategunda verið í útrýmingarhættu. Mikil óvissa ríkir um áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi þar sem lítið er vitað um aðlögunarhæfni margra tegunda. Lífríkið er til dæmis afar fjölskrúðugt víða í Ástralíu og fari saman hækkandi hiti og minni úrkoma er hætt við verulegum tegundadauða þar. Íshvel jarðar minnka Tæplega 99% af öllum ís á jörðinni er bundinn í Grænlandsjökli og á Suðurskautslandinu. Þó þessi stóru jökulhvel taki að bráðna gerist það hægt. Þau bregðast hægt við sveiflum í loftslagi, eru líkt og risastór skip sem eru lengi að breyta um stefnu eða stöðvast. Samt sem áður munu jöklar bráðna með vaxandi hraða þegar líða tekur á 21. öldina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=