CO₂ - Framtíðin í okkar höndum

22 Áhrifanna gætir um allan heim framhald VISTKERFIÐ SKAÐAST Á MEÐAN SAMFÉLAGIÐ GETUR AÐLAGAST Regnskógar í Suður-Ameríku Flatarmál regnskóga jarðar hefur minnkað hratt á síðustu áratugum vegna ásælni mannsins. Þó að samkomulag næðist um vernd regnskóganna er hætt við að loftslagsbreytingar geti ógnað tilvist sumra þeirra. Hlýnun um 2°C leiðir til mikilla breytinga í loftraka regnskóganna og dregur úr raka í jarðvegi. Slíkt leiðir til þess að regnskógurinn víkur fyrir þurrari gresjum. Fleiri heitir sumardagar Ef meðalhitinn hækkar má reikna með að í mörgum borgum víða um heim verði hitabylgjur tíðari og öflugri en áður þegar líða tekur á 21. öldina. Í miklum hitum eykst álag á heilsu fólks, sérstaklega þeirra sem eru aldraðir og lasburða. Dauðsföllum, sem rekja má til hitasvækju, mun fjölga. Bráðnun jökla eða plöntusamfélag sem hopar eru dæmi um breytingar á náttúrufari. Samfélagsleg áhrif loftslagsbreytinga eru af öðrum toga. Þau geta verið bæði bein og óbein. Næmi samfélaga fyrir tjóni af völdum loftslagsbreytinga er mjög mismunandi. Fátæk samfélög eru viðkvæmust fyrir loftslagsbreytingum. Möguleikar þeirra til að aðlagast breyttum aðstæðum eru oft takmarkaðir. Þéttbýlustu svæði jarðarinnar eru gjarnan strandhéruðin. Með hækkun sjávarborðs getur fólk aðlagast breyt- ingum með því að flytjast ofar í landið og fjær sjónum. Íbúar lítillar og láglendrar eyju í Kyrrahafinu geta ekki aðlagast og verða fyrir miklu tjóni þegar þeir neyðast til að yfirgefa eyjunna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=