CO₂ - Framtíðin í okkar höndum

21 Vatnsforðinn í Himalajafjöllum Margir smærri jöklar í Himalajafjallgarði eru mikilvægir fyrir geymslu og miðlun neysluvatns. Það á m.a. við um hluta Kína, Indlands og Pakistans. Við hækkandi hita hopa jöklarnir og margir þeirra hverfa. Líklegt má telja að jöklar í Asíu minnki um 40 til 80% til ársins 2100 ef spár um loftslagshlýnun rætast. Sjór gengur á land í Bangladesh Óshólmar stórfljóta eru oft þéttbýlir og þar eru frjósöm ræktarlönd. Í Bangladesh, þar sem Gangesfljótið og Bramaputra renna í Bengalflóa, er talið að um 17 þúsund ferkílómetrar lands muni fara undir sjó ef sjávarmál hækkar um einn metra. Slíkar breytingar hefðu áhrif á búsetu og lífsafkomu um 15 milljóna manna. Mælingar sýna að sjávarborð hafði hækkað um 3 mm á ári undir lok 20. aldarinnar. Kórallar í hafinu Kórallar í hlýjum sjó seyta kalsíumkarbónati þar sem þeir hafa tekið sér bólfestu. Á þann hátt hafa byggst upp kóralrif á árhundruðum eða jafnvel þúsundum ára. Aukin upptaka heimshafanna á koltvíoxíði hefur leitt til þess að sýrustig sjávar hefur lækkað lítið eitt. Súrnun sjávar getur haft í för með sér miklar og oft ófyrirséðar vistkerfisbreytingar, ekki síst fyrir samfélög kóralla í hitabeltinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=