CO₂ - Framtíðin í okkar höndum

20 Loftslagsbreytingar hafa í för með sér margvísleg áhrif á náttúru og samfélög manna. Mörg þeirra þekkjum við með talsverðri vissu, en aðrar mögulegar afleiðingar eru háðar meiri óvissu og sumar í ætt við hreinar getgátur. Áhrifanna gætir um allan heim Freðmýrar bráðna Víðáttumiklum freðmýrum á norðurhjaranum, m.a. í Alaska og Kanada, stendur ógn af hækkandi hita. Þegar ísinn í jarðveginum minnkar í auknum sumarhita verða verulegar vistkerfisbreytingar. Með hækkandi hita í jarðvegi á þessum slóðum mun bæði metan og koltvíoxíð, sem myndast hefur við rotnun jurtaleifa, losna út í lofthjúpinn í ríkum mæli. VISSIR ÞÚ AÐ ... … loftslags- breytingar geta haft áhrif á heilsu manna? Vistkerfi Norður-Atlantshafsins Sterkar vísbendingar eru þegar komnar fram um breytingar á vistkerfi Norður-Atlantshafsins vegna hækkandi hita. Reiknað er með breytingum á útbreiðslu þörunga, dýrasvifs og fisktegunda. Flökkustofnar, eins og loðna og síld, kunna að breyta göngum sínum þegar hafís bráðnar við norðurheimskautið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=