CO₂ - Framtíðin í okkar höndum

19 VISSIR ÞÚ AÐ ... … losun gróðurhúsa- lofttegunda nam 14 tonnum á hvern Íslending árið 2006 en var ekki nema 1,7 tonn á hvern Indverja. Fulltrúar 154 ríkja samþykkja mikilvæga stefnuyfirlýsingu fyrir jörðina í Ríó 1992. VISSIR ÞÚ AÐ ... … CO 2 er bæði ósýnileg og lyktar- laus lofttegund? VIÐSKIPTI MEÐ LOSUNARHEIMILDIR Minna útstreymi gróðurhúsalofttegunda kemur öllum til góða, sama hvar er í heiminum. Kýótó-samningurinn leyfir viðskipti með losunarheimildir að ákveðnu marki. Viðskiptin eiga að hvetja til þess að dregið verði úr útstreymi þar sem hagkvæmni er mest. Ef ódýrara er að draga úr losun, t.d. í landbúnaði í Afríku, heldur en að kaupa losunarheimild í þróuðu ríki í Evrópu skapast möguleiki á hagkvæmum viðskiptum. Fyrirtæki í Evrópu greiðir þá fyrir umbætur í landbúnaði í vanþróuðuríki t.d. í Afríku. Með því flyst ný tækniþekking og losun á metani og nituroxíði minnkar um leið og fyrirtækið í Evrópu sleppur við að kaupa losunarkvóta fyrir koltvíoxíð í heimalandinu. 2500 vísinda- menn segja að við höfum valdið hnattrænni hlýnun Við þurfum álit frá fleirum! VISSIR ÞÚ AÐ ... …með Kýótó- bókuninni eiga iðnríki heims að hafa dregið úr útstreymi gróðurhúsaloft- tegunda um a.m.k. 5% á tímabilinu 2008–2012 frá árinu1990? Losun gróðurhúsalofttegunda er hnattræn mengun. Það skiptir ekki máli hvar á jörðinni er mengað, heldur hver heildarmengun allra jarðarbúa er. Staðbundin mengun verður frá efnum sem berast út í loftið og geta verið skaðleg í sínu nánasta umhverfi þegar styrkur fer yfir ákveðin mörk. Svifryk er dæmi um staðbundna mengun. Stjórnvöld í einstökum ríkjum, eða jafnvel í borgum, grípa þá til aðgerða til að stuðla að bættum loftgæðum. MENGUN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=