CO₂ - Framtíðin í okkar höndum
18 Alþjóðlegir samningar Ríó-yfirlýsingin um sjálfbæra þróun Með Ríó-yfirlýsingunni ákváðu fulltrúar 154 ríkja að takast á við yfirvofandi loftslagsbreytingar og undirrituðu árið 1992 rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, skammstafaður UNFCCC. Ísland staðfesti undirritun sína með samþykkt Alþingis ári síðar. Aðildarríki UNFCCC samþykktu síðan í Kýótó í Japan árið 1997 að stefna að minni losun gróðurhúsalofttegunda. Með undirritun á loftslagssamningnum skuldbundu iðnríkin sig til að vernda loftslagið og stefna að minni mengun í heiminum öllum. Þessi fyrsta fjölþjóðlega aðgerðaráætlun í loftslagsmálum gengur oftast undir heitinu Kýótó-bókunin. Samningaviðræður um loftslagsmál geta verið erfiðar og tímafrekar. Vilji ríkja til að láta til sín taka í loftslagsmálum er samt mikill, þó erfiðlega gangi að ná sam- komulagi sem allir geti sætt sig við. Mörg ríki halda á lofti sínum sérstöku aðstæðum sem verði að taka tillit til og finnst ákjósanlegra að draga úr útstreymi annars staðar í heiminum. Í flestum alþjóðasamningum um umhverfismál togast á efnahagslegir og samfélagslegir hagsmunir. Einstök ríki mynda oft hópa eða bandalög um svipaða hagsmuni. Endanleg samþykkt er oftast málamiðlun og mörgum þykir ganga heldur hægt í raunverulegum aðgerðum til að hægja á aukningu gróðurhúsalofttegunda. Heimsráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, sem haldin var í Ríó de Janeiro í Brasilíu árið 1992, markaði tímamót. Aldrei fyrr höfðu svo margir forystumenn ríkisstjórna komið saman til fundar og samstarfs í umhverfismálum. VISSIR ÞÚ AÐ ... … sjálfbær þróun gengur út á að mæta þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum? ALÞJÓÐASAMSTARF Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) og Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) stofnuðu í sameiningu milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (IPCC). Þar er fjallað um vísindalegan bakgrunn loftslagsbreytinga og leiðir til þess að draga úr áhrifum á loftslagið. Þúsundir vísindamanna koma að starfi IPCC um áhrif hnattrænna veðurfarsbreytinga á jörðinni. Spár IPCC eru gerðar opinberar á nokkurra ára fresti og vekja jafnan alþjóðlega athygli. Sameinuðu þjóðirnar byggja stefnu sína og ákvarðanir á vísindalegri niðurstöðu IPCC. Án fjölþjóðlegrar samvinnu væri hætt við að mörg ríki héldu fram sinni eigin spá um loftslagsbreytingar og færðu þá jafn- framt í stílinn, allt eftir hagsmunum á hverjum stað fyrir sig.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=