CO₂ - Framtíðin í okkar höndum

17 VISSIR ÞÚ AÐ ... … öflugustu tölvur veraldar eru notaðar til þess að reikna veðurfarsspár marga áratugi fram í tímann? Samfélagið breytist Til þess að spá fyrir um hita jarðar árið 2100 eru búnar til ákveðnar sviðsmyndir með ólíkum forsendum um fólksfjölgun, efnahagsþróun, tækniþróun og ekki síst losun gróðurhúsalofttegunda. Sviðsmyndirnar eru ólíkar sögur um mögulega þróun á jörðinni. Ein þessara sviðsmynda, A1B, gerir ráð fyrir því að hagvöxtur í heiminum verði áfram hraður og mannfjöldinn muni ná hámarki um miðja þessa öld. Ný orkusparandi tækni muni ryðja sér til rúms og útblástur gróðurhúsaloft- tegunda fari heldur minnkandi. Reikningar rúmlega 10 veðurfarslíkana, fyrir sviðsmynd A1B sýna greinilega hlýnun frá lokum 20. aldar til loka þeirrar 21. Óvissubilið er nokkuð stórt eins og sjá má á spámynd fyrir sviðsmyndina neðst á síðunni. Hækkun hita er misjöfn. Hlýnunin er meiri á norðurskautssvæðunum en annars staðar á jörðinni. Á Atlantshafinu, fyrir sunnan Ísland og Grænland, er skýrt afmarkað svæði sem sker sig úr fyrir litla sem enga hlýnun. Vísindamenn vita ekki af hverju þetta gerist því þekking er enn of lítil á samspili hafstraumanna í Norður- Atlantshafi við hlýnun andrúmsloftsins. Spá um hita og útstreymi CO 2 Sviðsmyndin (línuritin) hér fyrir neðan nefnist A1B. Hún gerir ráð fyrir því að samfélag þjóðanna nái samkomulagi um samdrátt í losun koltvísýrings frá því á árinu 2050. Þrátt fyrir það er spáð að hiti jarðar hækki um 1,7- 4,4°C í lok aldarinnar. Óvissan eykst eftir því sem lengra líður á spátímann. 1900 1950 2000 2050 2100 0 10 20 30 Ár GtC 1900 1950 2000 2050 2100 1 2 3 4 5 6 0 Ár °C Meðalhiti jarðar Árleg losun CO2 í GtC (gígatonnum kolefnis)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=