CO₂ - Framtíðin í okkar höndum

16 Veðurfarsspá næstu 100 ára! Veðurfarslíkön reikna ástand lofthjúps í ímynduðum hólfum sem eru um 100 x 100 km að flatarmáli. Þau eru mötuð á margs konar upplýsingum, m.a. um styrk sólarljóss og gróðurhúsalofttegunda og samspil lofthjúps og heimshafanna. Eiginleikar landsins á hverjum stað hafa einnig áhrif. Er landið gróið eða ekki? Er gróðurinn gisinn eða þéttur, er ef til vill blómlegur skógur eða strjáll lággróður? Hver verður hitinn á jörðinni í framtíðinni? Óvissu um spádóma loftslagshlýnunar næstu 100 árin er hægt að setja á hjól sem snúið er. Þarna er gert ráð fyrir að dregið verði nokkuð úr losun gróðurhúsa- lofttegunda til ársins 2100. Stærð hvers geira á hjólinu er áætluð út frá óvissunni um spágetu loftslagslíkana, en einnig spá um fólksfjölda á jörðinni, orkunotkun og aðra samfélagslega þætti. Hverjar eru líkurnar á því að hjólið stöðvist við 3–4°C í hlýnun til 2100? Með flóknum forritum og öflugum tölvum má herma eftir veðurfari jarðar. 3 - 4 1 - 2 C 2 - 2 . 5 C 2 . 5 - 3 C Í veðurfarsspám er mikil óvissa sem minnkar eftir því sem veðurfarslíkönin verða fullkomnari og þekking verður meiri á öllum þáttum loftslagsbreytinga og samspili þeirra. Hvernig í ósköpunum geta vísindamenn spáð breytingum á loftslagi hér á jörðinni eftir 100 ár þegar ekki er hægt að segja til með nokkurri nákvæmni hvernig veðrið verður á Akranesi eftir 10 daga? Veðrið frá degi til dags er óreiðukennt, loftagnirnar eru mjög hreyfanlegar í allar áttir. Villa í veðurspá vex eftir því sem áfram er reiknað og að nokkrum dögum liðnum er ekki lengur hægt að reiða sig á spána. En þó að það virki mótsagnakennt getur verið auðveldara að spá mjög langt fram í tímann heldur en næstu daga. Í veðurfarsspá er verið að fást við meðal- ástand lofthjúpsins á stóru svæði jarðar. VEÐURSPÁ ÚTGEISLUN JARÐAR INNGEISLUN SÓLAR GRÓÐURHÚSAÁHRIF SKÝJAHULA LAND FJÖLL OG JÖKLAR SJÓR ÍMYNDAÐ REIKNIHÓLF Í VEÐURFARSLÍKANI Flæði inn og út, m.a. CO 2 og H 2 O. SNÚÐU VEÐUR- FARSHJÓLI JARÐARINNAR! Hver er vinningurinn?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=