CO₂ - Framtíðin í okkar höndum
15 Kolefnishringrásin Kolefnishringrásin er ekki í jafnvægi og koltvíoxíð safnast nú upp í lofthjúpnum. Við það aukast gróðurhúsaáhrifin og yfirborð jarðar- innar hlýnar. Koltvíoxíð (CO 2 ) og metan (CH 4 ) eru samsett úr tveimur frumefnum og er kolefni (C) annað þeirra. Kolefni finnst í jarðvegi, berggrunni jarðar, í lífverum, lofthjúpnum og í heimshöfunum. Kolefnishringrásin samanstendur annars vegar af flæði kolefnis og hins vegar geymslu þess. Setlög jarðar og berg í jarðskorpunni geyma stærstan hluta alls þess kolefnis sem er að finna á jörðinni. Það kolefni er bundið og á ekki þátt í hinni eiginlegu hringrás. Uppleyst koltvíoxíð í heimshöfunum er gríðarlega mikið eða um 38.000 gígatonn kolefnis (GtC). Kol, olía og annað jarðefnaeldsneyti bindur um 4.000 GtC. Bruni þess nemur um 6 GtC árlega. VISSIR ÞÚ AÐ ... …GtC þýðir eitt gígatonn kolefnis? … forskeytið GÍGA stendur fyrir tíu stafa tölu. 1 gígatonn = 1.000.000.000 tonn. Til einföldunar er gjarnan gripið til talnaforskeyta, eins og kíló-, mega-, gíga- eða tera- í stórum stærðum. HVAÐ ÆTLI ... … tæki mörg ár að brenna upp öllum tiltækum forða jarðefniseldsneytis? Er sá árafjöldi raunhæfur og hvers vegna ekki? … frá plöntum til dýra. Grasbítar flytja með fæðu sinni kolefni frá plönturíki inn í vistkerfi dýraríkis. … frá lífverum til lofthjúps. Í hvert skipti sem við drögum andann berst súrefni inn í blóðrásina, en koltvíoxíð út í loftið. Öndun lífvera og jarðvegs er í ágætu jafnvægi við ljóstillífun. … frá lofthjúpi til heimshafanna. Heimshöfin taka til sín mikið koltvíoxíð úr lofthjúpi og berst það uppleyst niður á mikið dýpi (líkt og gos í átöppuðu sódavatni). Með hækkandi hita sjávarins og auknum styrk CO 2 minnkar geta heimshafanna til að taka til sín koltvíoxíð úr lofti. HEIMSHÖFIN 38,000 GtC LOFTHJÚPURINN 750 GtC
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=