CO₂ - Framtíðin í okkar höndum
14 Kolefni í umhverfinu Kolefni (C) er allsráðandi í lífríkinu og bundið í margvíslegum efnasamböndum. Hringrás vatns er okkur vel kunnug, við sjáum ár bera vatn til sjávar og ís í jöklum, ský á himni o.s.frv. Hringrás kolefnis er ekki jafn sýnileg, en hún er engu að síður mikilvægur þáttur í loftslagssveiflum og veðurfars- breytingum af mannavöldum. … frá lofthjúpi til plönturíkis. Við ljóstillífun nota plöntur koltvíoxíð til vaxtar og anda út súrefni (O 2 ). Gróðurlendi jarðar og plöntusvif sjávar tekur árlega til sín 120 GtC. KOLEFNI FLÆÐIR … … frá plöntu- og dýraríki í jarðveginn. Allar lífverur deyja og rotna. Það tekur lífrænar leifar milljónir ára að umbreytast í jarðefnaeldsneyti eins og kol og olíu. … í lofthjúpinn við bruna eldsneytis. Árlega losna 6 GtC við bruna eldsneytis. Öllu minna, eða 1,6 GtC, losnar úr læðingi við skógarelda í gróðurríkinu og vegna jarðrasks af völdum annarrar landnotkunar en áður var. GRÓÐUR 560 GtC JARÐVEGUR 1,500 GtC JARÐEFNAELDSNEYTI 4,000 GtC BERGGRUNNUR 100,000,000 GtC
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=