CO₂ - Framtíðin í okkar höndum

12 Gróðurhúsaáhrif VISSIR ÞÚ AÐ ... …meðalhiti jarðar væri -18°C í stað þess að vera +15°C ef engin væru gróðurhúsaáhrifin? Gróðurhúsaáhrifin tengjast ekki á nokkurn hátt gróðurhúsum, en nokkrar gastegundir í lofthjúpnum geisla frá sér varma á líkan hátt og glerið í gróðurhúsunum. Gróðurhúsaáhrif af mannavöldum Vatnsgufa er áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin, en raki í loftinu er afar breytilegur á hverjum tíma og oft meiri á hlýjum stöðum en köldum. Með hlýnandi veðri eykst því hlutur vatnsgufunnar lítið eitt. Koltvíoxíð (CO 2 ), metan (CH 4 ) og díniturmónoxíð, líka kallað hláturgas (N 2 O), eiga stærstan þátt í auknum gróðurhúsaáhrifum af mannavöldum. Nokkrar manngerðar flúorgastegundir er að finna í lofthjúpnum í mjög litlu magni. Þær berast út í umhverfið frá kælikerfum og við ýmisskonar iðnaðarframleiðslu. Þær hafa sumar hverjar mjög langan líftíma í lofti áður en þær hvarfast eða brotna niður. Þess vegna er mikil áhersla lögð á að stöðva alla notkun flúorgastegundanna. Hlýnunarmáttur þessara gastegunda er margfaldur á við koltvíoxíð og um tíundi hluti aukinna gróðurhúsaáhrifa er af þeirra völdum. Hlutur koltvíoxíðs í auknum gróðurhúsaáhrifum er engu að síður langmestur. Frá því um 1960 hefur hlutur koltvíoxíðs í andrúmslofti aukist frá því að vera 315 í yfir 380 hluta úr milljón (ppm) eða milljónustu hluta. Upplýsingar um magn koltvíoxíðs í lofthjúpi frá því fyrir tíma mælinga fást m.a. frá loftbólum sem varðveist hafa í jökulís. Við upphaf iðnbyltingarinnar um 1750 var koltvíoxíð í andrúmslofti um 280 ppm og hefur því aukist um 35% frá þeim tíma. KOLTVÍSÝRINGUR CO 2 23900 6500 2800 310 21 1 METAN CH 4 HLÁTURGAS N 2 O HLÝNUNARMÁTTUR HFC-125 CHF 2 CF 3 PCF-14 CF 4 BRENNI- STEINS- HEXA- FLÚRÍÐ SF 6

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=