CO₂ - Framtíðin í okkar höndum

11 Veðurfar jarðar fyrir tíma mælinga Áreiðanlegar og samfelldar mælingar á veðri ná ekki lengra aftur en tvær síðustu aldirnar. Fyrir þann tíma gefa margvíslegar sögulegar heimildir upplýsingar um veður og veðurfar. Þá hafa ýmsar vísbendingar um veðurfar fyrri tíma varðveist í umhverfinu. Sögulegar heimildir, sem greina ýmist frá góðri uppskeru, manndrápsvetrum eða eyðileggingu af völdum ofsaveðurs, eru til vitnis um veður eða veðurfar. Heimildirnar eru veðurvitni og stuðst er við lýsingar á atburðum áður en skipulegar mælingar á veðri hófust. Heimildir og varðveittar frásagnir eru afar hjálplegar til að greina veðursveiflur síðustu 1.000 til 1.500 árin. Veðurvitni leynast líka víða í umhverfinu. Þau gegna mikilvægu hlutverki við lausn veðurfarsráðgátunnar aftur í tímann. Gott dæmi um þetta eru steingervingar. Þeir geta útskýrt margt um gróðurfar fyrir milljónum ára. Jurta- og dýraleifar í botnseti hafsins og stöðuvatna geyma mikla sögu um hita og lífsskilyrði frá fyrri tíð. Þegar niðurstöðum á rannsóknum mismunandi veðurvitna ber saman verður til þekking á loftslagssveiflum milljónir ára aftur í tímann. LESIÐ Í GÖMUL TRÉ Í árhringjum gamalla trjábola er hægt að finna miklar vísbendingar um veðurfarið, jafnvel 10.000 ár aftur í tímann. Viðarvöxtur er í sumum tegundum meiri þegar hlýtt er í veðri eða vaxtartíminn lengri en vant er. Hjá öðrum tegundum, t.d. í Norður-Afríku, ræður úrkoman mestu um þykkt árhringanna. JÖKULÍS ER LYKILL AÐ VEÐRI TIL FORNA Á Suðurskautslandinu hefur verið borað í ísinn niður á mikið dýpi. Ískjarninn geymir upplýsingar um hitafar og koltvíoxíð í lofthjúpnum á þeim tíma sem snjórinn féll. Greining á sýnum úr kjarnanum gerir vísindamönnum kleift að lesa loftslags- söguna og bera saman magn koltvíoxíðs í lofthjúpi á mismunandi tímum. Niðurstöður úr rannsóknum sýna að hlýskeið og lengri jökulskeið hafa verið til skiptis á jörðinni. Síðasta jökulskeiði lauk fyrir um 12.000 árum. Síðan hefur ríkt hlýskeið sem náði hámarki fyrir um 7.000 árum. KALT HLÝTT VEÐRÁTTAN 1624 Árið 1624. Vetur var afbragðsgóður frá jólum og gjörði svo mikinn og fljótan grasvöxt, að sóleyjar voru vaxnar í Skagafirði í síðustu viku vetrar og þá höfðu fuglar orpið og fundust nóg egg. Sumarið var kranksamt og votsamt og heyjaðist lítt. Úr Skarðsárannál, sem Björn Jónsson (1574–1655) lögréttumaður ritaði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=