CO₂ - Framtíðin í okkar höndum

10 Ísaldir og geislun sólar Sólnánd og loftslag Menn hafa lengi vitað að fjarlægð sólarinnar frá jörðu er ekki alltaf sú sama. Jörðin fær meiri geislun eftir því sem hún er nær sólu. Ef jörðin er næst sólu þegar sumar er á norðurhveli verður sumarið þar hlýrra. Það kallast sólnánd. Hún breytist á um 20 þúsund ára fresti. Fyrir rúmlega 10 þúsund árum var jörðin einmitt næst sólu þegar sumar var á norðurhveli. Eins og stendur er jörðin næst sólu í janúar og fjærst í júlí. Sumur á norðurhveli eru því kaldari á okkar dögum en þau voru fyrir um 12 þúsund árum, eða skömmu eftir að síðasta jökulskeiði ísaldar lauk. Milankovich og ísaldirnar Möndulhalli jarðar er nú rúmlega 23° en sveiflast frá því að vera 21,3 í 24,5°. Þessi sveifla tekur rúmlega 40 þúsund ár. Þegar möndulhallinn er mikill verða áhrif sólnándar enn meiri. Þetta samspil árstíðasveiflunnar og áhrif sólnándar eru meiri á norðurhveli en á suðurhveli því á suðurhvelinu eru hafsvæðin víðfeðmari og stærri hluti sólgeislunarinnar fer því forgörðum. Sólgeislunin nýtist best þegar sólin er næst jörðu og þegar sumar er á norðurhveli. Þau árþúsundin sem það ástand varir hækkar meðalhitinn í lofthjúpnum. Serbneskur stærðfræðingur, Milankovich að nafni (f. 1879), reiknaði út hvernig sólgeislun á norðurhveli að sumarlagi hefur breyst í gegnum tíðina. Hann taldi að jökulskeið eða ísöld hæfist þegar sólgeislun að sumarlagi væri lítil og sumrin svo köld að snjóalög síðasta vetrar næðu ekki að bráðna. Milankovich lagði grunn að skilningi okkar á orsökum jökulskeiða og hlýskeiða í veðurfarssögunni. En vísindamenn nú á tímum hafa sýnt fram á að það eru ekki eingöngu breytingar á ferðum jarðar umhverfis sólu sem geta skýrt þessar veðurfarsbreytingar. Sveiflur í styrk koltvíoxíðs geta einnig komið af stað jökulskeiðum eða hlýskeiðum. Steingerður fiskur getur veitt upplýsingar um loftslag. Braut jarðar um sólu er sporöskjulaga og hún sveiflast á árþúsunda fresti og verður þá nær hringlaga. SAMA FJARLÆGÐ Á ÖLLUM ÁRSTÍÐUM SPOR- BAUGUR JÖRÐ FJARLÆG HRINGLAGA BRAUT SÓLNÁND

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=