CO₂ - Framtíðin í okkar höndum

9 Íslandsstraumur liggur til austurs og suður með Austfjörðum. Styrkur þessara hafstrauma á hverjum tíma og samspil þeirra ræður miklu um veðurfarið hér á landi. Þannig hefur Irmingerstraumurinn haft yfirhöndina hér við land frá því um 1997 og sjávarhiti við landið verið hærri en næstu 30 árin þar á undan. Eldgos í Eldgjá 934 – hungursneyð við Níl Stórt eldgos hófst árið 934 í Eldgjá og stóð í nokkur ár. Gosið sendi gríðarlegt magn af brennisteinsgasi upp í lofthjúpinn. Það er vel þekkt að brennisteinsmóða frá stórum eldgosum veldur því að hluti sólarljóssins nær ekki alla leið til jarðar. Lofthiti á stórum svæðum jarðarinnar lækkar þá um allt að 1–2°C í eitt til þrjú ár eða þar til brennisteinsgasið hefur náð að hvarfast við annað gas eða skolast með úrkomu til jarðar. Nílardalur er eitt frjósamasta svæði jarðar þar sem vatni frá Nílarfljóti er veitt á ræktarlönd dalsins. Sumarrigningar eru miklar í fjalllendi Austur-Afríku en þar á Níl upptök sín. Brennisteinsmóðan frá Eldgjárgosinu barst suður yfir álfur alla leið til Afríku. Um leið og sólin náði ekki að hita upp landið í jafn miklum mæli og venjulega, dró verulega úr úrkomunni á upptakasvæði Nílar. Samkvæmt gömlum heimildum og rannsóknum á síðustu árum féll vatnsyfirborð Nílarfljóts í sögulegt lágmark á árunum 935–950. Hungursneyð varð í Egyptalandi um leið og áveituvatn Nílar þvarr. Til eru sögu- legar heimildir frá þessum tíma sem vitna um óvenjulegt veðurfar víða um heim sem má rekja til Eldgjárgossins. Í Lakagígagosinu 1783–1784 barst mikil brennisteinsmóða frá gosinu langar vegalengdir og veðurfar í Evrópu kólnaði um tíma í kjölfar Móðuharðindanna á Íslandi. LIFAÐ MEÐ NÁTTÚRUNNI Maðurinn hefur með athöfnum sínum lært að aðlagast sveiflum í veðurfari og lært af fyrri kynslóðum á kenjar veðráttunnar, en mörg dæmi eru líka um hið gagnstæða. Regnskógi er eytt fyrir annað ræktarland. Ójafnvægi kemst á eðlilega vatnshringrás regnskógarins og í rigningartíð skolast jarðvegur í burtu. Þéttbýl svæði eru byggð á lágum strandsvæðum, þrátt fyrir þá staðreynd að sjávarborð fer hækkandi. Farvegir vatnsfalla eru þrengdir með varnargörðum. Í stór- rigningum verður flóð og ár flæða yfir bakka sína og valda miklu eignatjóni. Eru einhver dæmi frá Íslandi þar sem athafnir okkar og nýting landsins hafa aukið umhverfisáhrif af völdum veðurfarssveiflna? Kröflueldar 1980 Gervihnattamynd af árósum Nílar Hafstraumar við Ísland

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=