Búddhatrú - Leiðin til Nirvana

Faðir Siddharta, Shuddhodana konungur, varð mjög glaður í bragði að heyra þetta því hann vildi að sonurinn erfði ríkið eftir sinn dag. En þá bætti Asíta því skyndilega við að ef Siddharta kynntist þjáningum lífsins myndi hann hafna konungstigninni og verða andlegur leiðtogi. Konungurinn reyndi allt hvað hann gat til að forða syni sínum frá því að kynnast þjáningum. Hann skipaði svo fyrir að enginn sem væri sjúkur eða gamall mætti koma nálægt prinsinum og reyndi að koma í veg fyrir að Siddharta færi út fyrir hallarmúr­ ana, því hann var hræddur um að þá kæmist hann í kynni við þjáninguna. Hann gaf syni sínum þrjár skrautlegar hallir og gifti hann fallegri prinsessu, sem hét Jasódara. Þegar ungu hjónin eignuðust son, Rahula, þóttist Shuddhodana viss um að nú myndi Siddharta lifa glaður og ánægður innan hallarmúranna. En Siddharta vildi sjá hvernig lífið liti út handan múranna. Dag einn skipaði hann Kanna, vagnstjóranum sínum, að fara með sig í ökuferð til borgarinnar. Þar sá hann gamlan mann, sjúkling og lík. Siddharta gerði sér nú grein fyrir því að allir menn þjást, hvort sem þeir eru konungar eða almúgamenn, því enginn getur komist hjá því að verða gamall, veikjast einhvern tíma og deyja að lokum. Siddharta gerist meinlætamaður Siddharta vildi finna svör við því hver væri orsök þjáninganna og hvern­ ig væri hægt að sigrast á þeim. Dag einn hitti hann helgan mann sem virtist vera sáttur við lífið. Hann hafði yfirgefið allt sem hann átti til að leita innri friðar. Siddharta ákvað að fara að dæmi munksins. helgir menn : munkar sem lifa á ölmusum en mega ekki eiga neitt sjálfir. 7 B Ú D D H A Helgir menn eru enn algeng sjón á Indlandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=