Búddhatrú - Leiðin til Nirvana

2 BÚDDHA Siddharta Gautama, sem seinna hlaut sæmdarheitið Búddha, fæddist árið 563 fyrir Krist í Lumbini, nálægt borginni Kapila­ vastu við rætur Himalayafjalla. Til forna var Lumbini hluti af Ind­ landi en í dag er staðurinn innan landamæra Nepals. Prinsinn Foreldrar Siddharta voru konungur og drottning í litlu konungs­ ríki. Maya, móðir Siddharta, andaðist skömmu eftir fæðingu hans. Systir hennar, Mahaprjapati, tók þá að sér uppeldi drengsins. Sagan segir að þegar Siddharta var barn að aldri hafi einsetu- maður að nafni Asíta komið til konungshallarinnar öllum að óvörum. Hann spáði því að Siddharta prins yrði mikill konungur. einsetumaður : einbúi 6 B Ú D D H A Konungshöllin sem Búddha fæddist í hefur ef til vill verið lík þessari indversku byggingu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=