Búddhatrú - Leiðin til Nirvana

1 GIMSTEINARNIR ÞRÍR Búddhatrú hófst á Indlandi fyrir rúmlega 2500 árum. Upphafs­ maður trúarbragðanna var maður að nafni Siddharta Gautama, betur þekktur sem Búddha, „hinn upplýsti.” Boðskapur Búddha er kallaður dharma . Hann kenndi að allir menn væru flæktir í vef langana er valdi þjáningum í lífi þeirra. Hann benti á leið til þess að sleppa úr þessu fangelsi og öðlast full­ komið frelsi. Þegar fylgjendum Búddha fjölgaði setti hann þeim reglur til að fara eftir og stofnaði samfélag munka og nunna er nefnist sangha . Þegar einhver játar búddhatrú, fer hann með eftirfarandi setningar: Ég leita athvarfs í Búddha. Ég leita athvarfs í dharma. Ég leita athvarfs í sangha. Þessi trúarjátning er einnig oft notuð við helgiathafnir búddhista. Trúarjátningin er kölluð gimsteinarnir þrír. Þegar búddhistar tala um gimsteinana þrjá eiga þeir við það sem er dýmætast í lífi þeirra: Búddha, dharma og sangha . Þegar einhver fer með trúarjátninguna er líka talað um að hann sé að leita athvarfs . Með því að leita athvarfs í Búddha, dharma og sangha trúa búddhistar að þeir séu óhultir og geti öðlast sanna hamingju. Búddha hefur verið líkt við lækni sem greinir veikindin sem hrjá sjúklinginn, mannkynið. Kenning hans, dharma , er læknis­ lyfið og sangha , munkar og nunnur, eru hjúkrunarfræðingarnir sem gefa lyfið. gimsteinn : dýrmætur skrautsteinn athvarf : staður þar sem maður er óhultur 5 B Ú D D H A

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=