Búddhatrú - Leiðin til Nirvana

mæti búddhatrúar: sannleika, óttaleysi, réttlæti og góðsemi. Stjórnvöld hafa reynt að þagga niður í henni með því að hneppa hana í stofufangelsi. Vegna hetjulegrar baráttu sinnar fyrir mann­ réttindum var hún sæmd friðarverðlaunum Nóbels árið 1991. Þrátt fyrir ólíkar stefnur og strauma eru kenningar Búddha um samúð með öllum lífverum, réttlæti, dyggðugt líferni og leitina að nirvana , enn í dag það leiðarljós sem lýsir veg fylgjenda hans. Búddha sagði: „Hatur verður ekki sigrað með hatri. Hatur er sigrað með kærleika. Þetta er hið eilífa lögmál.” 34 B Ú D D H A Sögustaðir Búddhatrúar. Lumbini, staðurinn þar sem Búddha fæddist er innan landamæra Nepals í dag, en tilheyrði Indlandi til forna. Búddha uppljómaðist þegar hann sat undir bodhitrénu í Bodh Gaya, á Norðaustur-Indlandi. Hann flutti fyrstu predikun sína í Sarnath, skammt frá borginni Varanasi. Búddha andaðist í Kushinagara.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=