Búddhatrú - Leiðin til Nirvana

10 BÚDDHATRÚ NÚ Á TÍMUM Um 300 milljónir manna í heiminum játa búddhatrú. Þetta eru því fjórðu fjölmenn­ ustu trúarbrögð mannkyns, á eftir kristinni trú, islam og hindúatrú. Skipulögð samfé­ lög búddhatrúarmanna eru starfandi í að minnsta kosti 86 löndum. Dalai Lama er einn þekkt- asti búddhatrúarmaður heims um þessar mundir. Tíbetskir búddhistar líta á hann sem andlegan leiðtoga sinn. Fram til ársins 1950 var hann einnig ver­ aldlegur leiðtogi Tíbets, allt þar til kommúnistastjórnin í Kína lagði landið undir sig og hrakti hann í útlegð. Musteri og klaust­ ur búddhista voru lögð í rúst og fólkinu bannað að stunda trú sína. Dalai Lama býr nú í Dharamsala á Norður- Indlandi. Árið 1989 fékk hann friðarverðlaun Nóbels fyrir friðsamlega baráttu sína fyrir sjálf­ stæði Tíbets. Annar þekktur búddha­ trúarmaður er leiðtogi lýðræðishreyfingarMyan­ mar, kona að nafni Aung San Suu Kyi. Árum sam­ an hefur hún barist fyrir umbótum í landinu sem lýtur herforingjastjórn. Í ritum sínum fjallar hún um hin rótgrónu verð­ 33 B Ú D D H A Pílagrímar fyrir framan risastyttu af Búddha á Norður-Indlandi. Klaustur í Tíbet.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=