Búddhatrú - Leiðin til Nirvana

og gjafir. Því er trúað að slíkar ölmusur færi gefandanum umbun og betra karma . Margir foreldrar gefa líka peninga til klaustranna. Með því að fylgjast með foreldrum sínum læra börnin að vera örlát í garð annarra. Þau eru líka hvött til að gefa öðrum með sér. Í sumum löndum búddhatrúarmanna, eins og Thailandi og Myanmar, er það til siðs að senda stálpaða drengi til nokkurra mánaða dvalar í klaustri til að fræða þá um trúna. Dvölin í klaustrinu er talin mikilvægur þáttur í menntun þeirra. Áður en þeir fara í klaustrið er allt hár rakað af höfði þeirra og þeir klædd­ ir í hvítar skikkjur. Oft eru margir drengir sendir í klaustrið í einu. Fólk fer í skrúðgöngu til að fagna þessum atburði og sumir dansa af gleði. Eftir vígsluna eru drengirnir klæddir í gular skikkjur sem tákn þess að þeir séu orðnir lærlingar í klaustrinu. Á heimilum flestra búddhatrúarmanna er helgidómur þar sem fjölskyldan kemur saman til að tóna vers úr helgiritunum fyrir framan styttu af Búddha. Á altarið eru sett kerti, reykelsi, blóm eða ávextir sem fórnargjafir. Þessi athöfn er kölluð puja . Búddhistar sækja líka samkomur í musterum til að hlusta á munk eða nunnu flytja fyrirlestur um kenningar trúarinnar og til sameiginlegrar tilbeiðslu. Vísdómur Búddha Sá maður, sem er trúaður og siðfágaður, er gæddur sannri dýrð og á mikinn fjársjóð. Hvert sem þessi maður fer, mun hann vera í hávegum hafður. 30 B Ú D D H A Lótusblóm er tákn hreinleika í búddhatrú. Búddha er oft sýndur sitjandi á lótusblómi. ölmusa : fátækrahjálp

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=