Búddhatrú - Leiðin til Nirvana

8 FJÖLSKYLDULÍF Fjölskyldulíf er í hávegum haft í búddhatrú. Búddha líkti fjöl­ skyldu við tré í skógi, sem geta staðist ofsa vindsins, því þau styðja hvert annað. Tré sem stendur eitt og sér er varnarlaust. Fæðing barns er mikil hamingjustund í fjölskyldunni. Í löndum theravada búddhista er munkum oft boðið inn á heimilið við þetta tækifæri til að tóna ritningarvers úr helgiritunum. Þegar barnið er orðið eins mánaðar gamalt er farið með það í musterið til að gefa því nafn. Munkur eða nunna tóna blessunarorð og stökkva vígðu vatni yfir barnið og foreldrana. Foreldrarnir reyna að ala barnið sitt upp í samræmi við kenn­ ingar Búddha, glæða hjá því samúð með öðrum, kærleika, örlæti og aðrar dyggðir. Ein af þeim dyggðum sem Búddha lagði áherslu á í boðskap sínum er örlæti. Þar sem munkar og nunnur þiggja engin laun fyrir störf sín er það víða til siðs að almenningur gefi þeim mat 29 B Ú D D H A Íslensk fjölskylda les rit sem útskýrir hvernig eigi að nota kenningar Búddha í daglegu lífi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=