Búddhatrú - Leiðin til Nirvana

Jatakasögurnar Búddha notaði oft dæmisögur til að útskýra kenningar sínar. Jatakasögurnar eru safn slíkra frásagna. Dísin og hérinn Einu sinni bjuggu fjórir vinir í skóginum: héri, sjakali, hreysiköttur og api. Dag einn ákváðu þeir að borða ekkert næsta dag en gefa allan þann mat sem þeir gætu fundið einhverri lífveru sem ætti bágt. Næsta dag höfðu sjakalinn, hreysikötturinn og apinn allir safnað mat til að gefa. En hérinn átti ekkert til að fórna. Dís sem hét Sakka átti heima í skóginum. Hún breytti sér í gamlan betlara og fór á fund vinanna. Sjakalinn, hreysikötturinn og apinn gáfu henni allir sína gjöf en þegar hún kom til hérans sagði hann henni að hann ætti ekkert til að gefa henni nema líkama sinn. Hann bað hana að steikja sig á eldi. Dísin kveikti mikið bál og hérinn stökk inn í logana. En þetta var töfrabál og hérinn brann ekki. Dísin sagði honum að örlæti hans og fórnfýsi yrði þekkt um allan heiminn og hún launaði honum með því að teikna andlithans á tunglið. Úr Jatakasögunum Dhammapada Dhammapada , vegur réttsýninnar, er útbreiddasta helgiritasafn búddhatrúarmanna. Þetta er safn vísdómsorða Búddha sem hann mælti á ferðum sínum um Indland. Hér er eitt dæmi: Hugsið ekki um galla annarra, hvað þeir hafi gert eða ekki gert. Hugsið frekar um ykkar eigin syndir, um það sem þið hafið gert eða látið ógert. 28 B Ú D D H A

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=