Búddhatrú - Leiðin til Nirvana

7 HELGIRITIN Búddha skráði ekki kenningar sínar frekar en Kristur og Múhameð, stofnendur kristinnar trúar og islams. Fylgjendurnir lærðu orð hans utan að. Þannig bárust þau frá manni til manns og kynslóð til kynslóðar. En eftir því sem árin liðu fóru menn að deila um hver væri rétta kenningin. Þá sáu menn nauðsyn þess að færa orð hans í letur. Körfurnar þrjár Fyrstu helgiritin voru skráð á pálmagreinar árið 43 fyrir Krist á eyjunni Sri Lanka, um það bil 500 árum eftir dauða Búddha. Þau voru skrifuð á pali, fornu tungumáli sem ekki er lengur talað. Ritin voru kölluð Tipitaka , sem þýðir „körfurnar þrjár”. Nafngiftin stafar líklega af því að helgiritunum var skipt í þrjá hluta og þau voru oft geymd í körfum. Fyrsta karfan, Vinaya Pitaka eða „karfa agans”, inniheldur reglur sem Búddha setti fyrir munka og nunnur. Í annarri körfunni, Sutta Pitaka „körfu fyrirlestranna”, eru mikilvægustu ritin: predikanir og sögur Búddha. Hér er að finna kenningar hans um göfugu sannindin fjögur og göfuga áttfalda stíginn. Í þessari körfu eru líka sálmar eftir fyrstu búddhanunnurnar, elsta safn helgiljóða eftir konur sem til er í heiminum. Meðal höfundanna var frænka Búddha, fóstra hans, Mahaprajapati. Þriðja karfan heitir Abhiddhamma Pitaka sem þýðir „karfa lífs­ spekinnar”. Hún inniheldur útskýringar á kenningum Búddha. Á annarri öld eftir Krist tóku mahayana búddhistar saman sitt eigið helgiritasafn á fornri indverskri tungu, sanskrít. Verkið heitir Tripitaka og er að hluta til eins og eldra helgiritasafnið en mjög mörgum ritum hefur verið bætt við. Lótussútran, sem fyrr var getið, er eitt þessara rita. Fyrsta bókin sem prentuð var í heim­ inum var Demantasútran, mikilvægt helgirit innan mahayana stefnunnar. Hún var prentuð í Kína árið 868. 27 B Ú D D H A

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=