Búddhatrú - Leiðin til Nirvana

Soka Gakkai Soka Gakkai telst til nýrri hreyfinga búddhatrúar en á rætur sínar í kenningum Nichirens, búddísks munks, sem uppi var í Japan á 13. öld. Lótussútran gegnir lykilhlutverki í þessari hreyf­ ingu. Orðið sútra merkir kafli eða atriði í kenningum Búddha. Í lótus-sútrunni segir að hægt sé að öðlast nirvana með einfaldri tilbeiðslu. Félögum í Soka Gakkai-hreyfingunni er kennt að vekja sitt búddhaeðli úr dvala með því að kyrja (tóna, syngja) í sífellu möntruna „nam mjóhó renge kjó”. Hér á landi leggja nokkur hundruð Íslendingar stund á þessi fræði. Vísdómur Búddha Eitt orð sem stuðlar að friði er meira virði en þúsund gagnslaus orð. 26 B Ú D D H A Soka Gakkai-félagar kyrja möntru.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=