Búddhatrú - Leiðin til Nirvana
Zen er vinsæl hreyfing í Kína, Japan og Kóreu. Þessi hugleiðslu- tækni er líka stunduð af hópi fólks á Íslandi. Tíbetskur búddhismi Bodhisattvi sem heitir Avalokiteshvara gegnir stóru hlutverki fyr ir þá sem játa tíbetskan búddhisma. Þegar þeir biðja til hans fara þeir með möntruna „Om mani padme hum”, sem þýðir „Dýrð sé gimsteininum í lótusnum”. Með því að tóna möntruna álíta tíbetskir búddhistar að þeir ávinni sér umbun og færist við það nær því takmarki sínu að öðlast nirvana . Karuna félagið, sem starfar á Íslandi, byggir hug myndir sínar á tíbetskum búddhisma. umbun : laun mantra : Hljóð, orð eða orðasamband sem notað er við íhugun eða tilbeiðslu. 25 B Ú D D H A Karuna-félagar biðjast fyrir.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=