Búddhatrú - Leiðin til Nirvana

Zen er vinsæl hreyfing í Kína, Japan og Kóreu. Þessi hugleiðslu- tækni er líka stunduð af hópi fólks á Íslandi. Tíbetskur búddhismi Bodhisattvi sem heitir Avalokiteshvara gegnir stóru hlutverki fyr­ ir þá sem játa tíbetskan búddhisma. Þegar þeir biðja til hans fara þeir með möntruna „Om mani padme hum”, sem þýðir „Dýrð sé gimsteininum í lótusnum”. Með því að tóna möntruna álíta tíbetskir búddhistar að þeir ávinni sér umbun og færist við það nær því takmarki sínu að öðlast nirvana . Karuna félagið, sem starfar á Íslandi, byggir hug­ myndir sínar á tíbetskum búddhisma. umbun : laun mantra : Hljóð, orð eða orðasamband sem notað er við íhugun eða tilbeiðslu. 25 B Ú D D H A Karuna-félagar biðjast fyrir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=