Búddhatrú - Leiðin til Nirvana
vana með því að fylgja göfuga áttfalda stígnum. Hins vegar gátu þau aldrei náð sömu stöðu og Búddha. Þessi stefna barst til Sri Lanka, Myanmar, Kambódíu, Thailands og annarra landa í Suðaustur-Asíu. Mörg hundruð búddhistar sem aðhyllast þessa stefnu eru búsettir á Íslandi. Til dæmis eru flestir þeir Thailendingar sem hafa flutt til landsins þessarar trúar. Mahayana Fylgjendur mahayana gagnrýndu theravada stefnuna fyrir að halda því fram að aðeins munkar og nunnur gætu öðlast nirvana og töldu að venjulegt fólk gæti líka átt möguleika á því. Þeir álitu að allir gætu náð sömu stöðu og Búddha sjálfur, því Búddha sagði að allir hefðu búddhaeðli innra með sér. Trúin á bodhisattva er áberandi í mayhana búddhisma. Þetta eru andlega fullkomnir einstaklingar sem hafa náð sömu stöðu og Búddha. Líkt og hann hafa þeir mikla samúð með öllum lifandi verum og kjósa að fórna sér til að hjálpa þeim. Þeir geta birst á jörðu eða á himnum. Frægasti bodhisvattvinn nefnist Búddha Amitabha (óendanleg dýrð). Hann dvelur í paradís í „hreina land inu” í vestri. Hægt er að öðlast nirvana með því einu að ákalla nafn hans. Þegar dauðinn kveður dyra vísar hann átrúendunum leiðina til paradísar. Mahayana barst til Kína, Víetnams, Kóreu, Japans, Nepals, Tíbets og Mongólíu. Innan stefnunnar eru ýmsar hreyfingar. Þar má nefna Zen-búddhisma, tíbetskan búddhisma og Soka Gakkai-hreyfinguna. Zen-búddhismi Zen er japanskt orð og þýðir hugleiðsla. Þessi hreyfing hófst í Kína og lagði, eins og nafnið bendir til, höfuðáherslu á hugleiðslu til að öðlast nirvana . Iðkendurnir fara að dæmi Búddha sjálfs sem uppljómaðist með því að sitja í hugleiðslu tímunum saman. Hreyfingin leggur mikla áherslu á eftirfarandi orð sem eru eignuð Búddha: „Lít innra með þér, þú ert Búddha”. 24 B Ú D D H A
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=