Búddhatrú - Leiðin til Nirvana

6 MISMUNANDI STEFNUR Búddha sagði: „Það dharma sem ég hef kennt ykkur skal vera kennari ykkar þegar ég er horfinn héðan.” Skömmu eftir andlát Búddha komu fylgjendur hans saman á ráðstefnu til að koma sér saman um kenningar hans. En einni öld síðar var farið að bera á mismunandi túlkunum á boðskapn­ um. Eftir því sem búddhatrú breiddist út til fleiri landa urðu lín­ urnar skarpari á milli tveggja höfuðstefna og leiddi það loks til klofnings innan trúarinnar. Önnur stefnan var kölluð theravada , skóli öldunganna. Hin stefnan, sem kom seinna fram, var kölluð mahayana , en það þýðir stóri vagninn. Theravada Theravada stefnan lagði áherslu á að viðhalda kenningum Búddha í sinni upprunalegu mynd. Munkar og nunnur gátu öðlast nir­ 23 B Ú D D H A Stúpur af þessari gerð eru algengar í landinu Myanmar, sem áður hét Burma.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=