Búddhatrú - Leiðin til Nirvana

Mikil menning reis í landinu sem varð víðfræg um alla Asíu. Til dæmis störfuðu meira en eitt þúsund kennarar við háskóla búddhatrúarmanna í Bihar á Norður-Indlandi og meira en tíu þús­ und nemendur stunduðu þar nám. Asoka hvatti þegna sína til að sýna fólki af öllum trúarbrögð­ um umburðarlyndi. Trúnni til dýrðar lét hann reisa minnisvarða á ýmsum stöðum með áletrunum í anda kenninga Búddha. Á minnisvarðann sem enn stendur í Delhi, höfuðborg Indlands, lét hann letra eftirfarandi: „Trúarbrögð eru æðst alls. Trú felur í sér dyggðir, miskunn, örlæti, hreinan huga og skírlífi. Hún felur í sér meðaumkvun með fátækum og þeim sem þjást, góðvild gagnvart dýrum, fuglum og öllum lífverum.” Keisarinn sendi jafnvel trúboða til annarra landa. Það var upp- hafið að útbreiðslu trúarinnar um Asíu. Friðsamlegt trúboð Trúin breiddist út í tvær áttir. Annars vegar til norðurs, yfir víð­ áttumikil landsvæði Asíu og hins vegar til suðurs, yfir land og haf til Suðaustur-Asíu. Útbreiðsla hennar fór ávallt friðsamlega fram, án valdbeitingar. Á elleftu öld eftir Krist dró mjög úr áhrifum búddhatrúar á Indlandi og nú er svo komið að trúarinnar gætir þar varla lengur. Hins vegar blómstraði hún í ýmsum öðrum löndum Asíu og hafði mikil áhrif á þjóðlíf, listir og menningu þeirra. Í dag er búddhatrú ríkjandi trúarbrögð í Japan, Tíbet, Laos, Myanmar, Singapore, Thailandi, Kambodíu, Bhútan, Víetnam og á eyjunum Sri Lanka og Taíwan. Trúin á líka rík ítök í Kóreu, Nepal, Mongólíu og Kína, fjölmennasta ríki heims. Á 18. öld barst búddhatrú til Vesturlanda og hefur hún náð þar talsverðum vin-sældum. 22 B Ú D D H A

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=