Búddhatrú - Leiðin til Nirvana

5 ÚTBREIÐSLA TRÚARINNAR Búddha hvatti fylgjendur sína: „Farið um landið til hagsbóta fyrir fjöldann, fyrir velferð fjöldans, vegna þess að þið finnið til samúðar með heiminum. Boðið hina dýrðlegu kenningu. Kunn­ gerið heilagt líferni.” Asoka keisari Árið 273 fyrir Krist varð maður að nafni Asoka keisari Indlands. Asoka þessi hafði verið blóðþyrstur herkonungur sem þyrmdi engum en eftir að hann tók búddhatrú breyttist afstaða hans algjörlega. Hann iðraðist gjörða sinna og varð réttlátur stjórnandi. Gistihús voru reist víðs vegar um ríkið, harðneskjulegar refsing­ ar fanga voru afnumdar og spítalar stofnsettir, bæði fyrir menn og dýr. Búddhatrú var gerð að ríkistrú Indlands, klaustur voru byggð og trúboðar sendir út á meðal þegnanna. 21 B Ú D D H A Bresk nunna fræðir Íslendinga um búddhatrú.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=