Búddhatrú - Leiðin til Nirvana

Lífsreglurnar Búddha gerði sér grein fyrir því að það gátu ekki allir sagt skilið við sitt daglega líf til að gerast munkar eða nunnur. Hann leit líka á leikmenn, þá sem aðhylltust kenningarnar án þess að gerast munkar eða nunnur, sem fylgjendur sína. Hann hvatti fólkið til að lifa eins fullkomnu lífi og því var unnt. Til leiðbeiningar setti hann því fimm lífsreglur til að fara eftir: 1. Að drepa ekki. 2. Að stela ekki. 3. Að stunda ekki ósiðlegt kynlíf. 4. Að ljúga ekki. 5. Að neyta ekki áfengis eða eiturlyfja. Munkar og nunnur þurftu að gangast undir mun strangari reglur. Fyrir utan lífsreglurnar fimm þurftu þau að heita því: Að borða ekkert eftir hádegi hvern dag. Að nota hvorki ilmvötn né skartgripi. Að sækja ekki skemmtanir. Að sofa ekki í þægilegu rúmi, heldur á mottu á gólfinu. Að þiggja ekki peninga, heldur lifa í fátækt. Búddha hvatti munkana og nunnurnar til að kenna almenningi dharma , boðskap sinn. Þau áttu að vera öðrum til fyrirmyndar og leggja sig sérstaklega fram um að þroskast andlega. 20 B Ú D D H A Munkar og nunnur kenna almenningi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=