Búddhatrú - Leiðin til Nirvana
4 SANGHA Meinlætamennirnir fimm urðu fyrstu lærisveinar Búddha. Næstu fjörutíu og fimm árin gengu hann og lærisveinar hans um Norð austur-Indland til að boða þessar nýju kenningar. Margir hlust uðu á þá og fylgjendunum fjölgaði stöðugt. Búddha stofnaði þá sangha , samfélag munka. Seinna bættust nunnur við. Fyrsta nunn an var Mahaprjapati, fóstra Búddha. Á heitasta tíma ársins neyddust munkarnir til að setjast um kyrrt. Þetta varð upphafið að þeim miklu klaustrum sem víða er að finna í Asíu í dag. Pílagrímsferðir Pílagrímsferðir eru ferðir sem fólk fer af trúarlegum ástæðum. Búddhistar trúa því að þeir eigi auðveldara með að öðlast nirvana ef þeir heimsækja staði þar sem Búddha lifði og starfaði. Fjórir staðir eru álitnir mikilvægastir, því Búddha sagði sjálfur fylgjendum sínum að heimsækja þá: Lumbini, Bodh Gaya, Sarnath og Kushinagara. 19 B Ú D D H A Samfélag munka heitir sangha.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=