Búddhatrú - Leiðin til Nirvana
Karmalögmálið Með því að gefa munkum að borða ávinna leikmenn sér andlega umbun sem gefur af sér gott karma. Karmalögmálið gegndi miklu hlutverki í hindúatrú, sem fyrir var í landinu þegar Búddha hóf boðun sína. Karma þýðir „verknaður“. Hvað sem fólk gerir, hvort heldur það er gott eða slæmt, hefur afleiðingar. Þegar sagt er að fólk hafi „slæmt karma“, er átt við að það sé að taka afleiðingum af einhverju slæmu sem það hefur gert. Ef það hefur „gott karma“, hlýtur það umbun fyrir góðar gerðir sínar. Búddha lagaði þessar kenningar að sínum: „Allt sem við erum er afleiðing þess sem við hugsum, það byggist á hugsunum okkar, það er orðið til vegna hugsana okkar. Ef maður talar eða gerir eitthvað af illum huga, mun þjáning fylgja honum, rétt eins og hjólið fylgir fæti uxans sem dregur vagninn. Ef maður talar eða gerir eitthvað af hreinum huga, mun hamingja fylgja honum, líkt og skugginn sem aldrei yfirgefur hann.“ „Fernt mun aukast í lífi þess sem ávallt heilsar gömlu fólki og virðir það: líf, fegurð, hamingja og vald.“ Búddha kenndi að tilveran væri endalaus hringrás fæðinga, dauða og endurfæðinga. Það sem skiptir máli er hvernig maður lifir lífinu. Fæðing og dauði eru aðeins áfangar á leiðinni til næsta lífs. 18 B Ú D D H A
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=