Búddhatrú - Leiðin til Nirvana

Næstu þrír áfangar snúast um dyggðugt líf­ erni. Rétt tal þýðir að ljúga ekki, að gagnrýna ekki aðra á ósanngjarnan hátt, að vera ekki óvæg­ inn í máli og að baktala ekki aðra. Rétt breytni felst í því að drepa ekki, stela ekki, beita ekki aðra ofbeldi eða lifa ósiðlegu lífi. Menn temja sér rétta lifnaðarhætti með því að vinna fyrir sér, án þess að skaða aðra. Rétt viðleitni merkir að útrýma öllum illum hugsunum og reyna í staðinn að vekja hjá sér góðar hugsanir og viðhalda þeim. Síðustu tveir áfangarnir, rétt íhugun og rétt einbeiting, lúta að því að þjálfa hugann. Með því að íhuga á réttan hátt verður maður meðvitaður um líkama sinn, tilfinningar og hugsanir. Það leiðir síðan til síðasta áfangans, réttrar einbeitingar sem er djúp hugleiðsla. Hún opnar nýjar víddir meðvitundarinnar. Sá sem nær þessum lokaáfanga öðlast nirvana , algleymi. Margir búddhistar stunda hugleiðslu á hverjum degi, annað­ hvort heima hjá sér eða í musteri. Orð Búddha eru oft tónuð áður en hugleiðslan hefst. Í hugleiðslu er stefnt að því að róa hugann. Ein leið til þess er að einbeita sér að því að hlusta á andardráttinn. Vísdómur Búddha Heilsa er mesta eignin. Ánægja er mesti fjársjóðurinn. Fullvissa er besti vinurinn. Nirvana er mesta gleðin. 17 B Ú D D H A Göfugi áttfaldi stígurinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=