Búddhatrú - Leiðin til Nirvana

Göfugi áttfaldi stígurinn Göfugi áttfaldi stígurinn skiptist í átta áfanga. Fyrstu áfangana geta flestir lagt að baki en hinir síðustu tveir eru mjög erfiðir og krefjast mikillar einbeitingar. Áfangarnir eru þessir: 1. Rétt skoðun. 2. Rétt stefna. 3. Rétt tal. 4. Rétt breytni. 5. Réttir lifnaðarhættir. 6. Rétt viðleitni. 7. Rétt íhugun. 8. Rétt einbeiting. Fyrsti áfanginn, rétt skoðun, merkir að sá sem vill frelsast undan oki þjáninga þarf að byrja á því að skilja göfugu sannindin fjögur. Þegar hann hefur tekið rétta stefnu ákveður hann að lifa lífi sínu samkvæmt kenningum Búddha. 16 B Ú D D H A Zen búddhistar á Íslandi sitja stundum í marga klukkutíma í hugleiðslu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=