Búddhatrú - Leiðin til Nirvana

tilgangslaust”. Í stað þess ættu þeir að temja sér meðalhóf, fara leiðina á milli öfganna, til að öðlast nirvana . Hann sagði meinlætamönnunum að hann væri búinn að upp­ götva sannleikann um tilveruna sem þeir hefðu allir verið að leita að og að hann væri orðinn Búddha, hinn upplýsti. Þeir hlustuðu á hann vantrúaðir í fyrstu en eftir því sem hann talaði lengur og sagði þeim hvernig hægt væri að öðlast frelsi og lausn frá þjáning­ um gerðu þeir sér grein fyrir þeirri miklu visku sem hann boðaði þeim. Fjögur göfug sannindi Þarna í garðinum setti Búddha í fyrsta sinni fram megininntak dharma , kenninga sinna. Það er talað um að hann hafi þar með ýtt dharma -hjólinu af stað, því að með þessari ræðu hófst boðun hans sem seinna átti eftir að umbreyta lífi milljóna manna. Hann byrj­ aði á því að útskýra fyrir félögum sínum fjögur göfug sannindi: 1. Veikindi, elli, dauði, að vera aðskilinn frá ástvinum sínum, að þrá það sem maður getur ekki eignast eða að hata það sem maður getur ekki forðast veldur þjáningum. 2. Langanir eru undirrót allra þjáninga. 3. Þess vegna er hægt að yfirvinna þjáningar með því að losa sig við langanir. 4. Aðferðin til þess að losa sig við langanir er að feta göfuga áttfalda stíginn. Sonarmissir Eitt sinn kom kona nokkur að nafni Kisa Gótíma til Búddha með lík af ungum syni sínum í faðminum. Hún grátbað Búddha um að endurvekja soninn til lífsins því hún hafði heyrt margar sögur af kraftaverkum hans. „Ég get hjálpað þér Gótíma,“ sagði Búddha blíðlega við hana, „en fyrst þarftu að færa mér einn hlut. Mig vantar mustarðskorn en það verður að koma úr húsi þar sem enginn hefur nokkurn tíma dáið.“ 14 B Ú D D H A

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=