Búddhatrú - Leiðin til Nirvana

3 DHARMA Eftir að Búddha hafði uppljómast undir trénu í Bodh Gaya ákvað hann að finna meinlætamennina fimm sem höfðu verið með honum í skóginum og flytja þeim boðskap sinn. Hann fann þá í garði nokkrum á stað sem heitir Sarnath, skammt frá helgri borg hindúa, Varanasi (einnig kölluð Benares). Búddha gerði þeim grein fyrir að meinlætalifnaður er ekki fær leið. „Það er skylda okkar að hugsa vel um líkama okkar,” útskýrði hann, „því annars getum við ekki tendrað loga viskunn­ ar eða hugsað skýrt.” Hann benti þeim á að þeir ættu að forð­ ast tvenns konar öfgar. Annars vegar að láta undan fýsnum og girndum, því að slíkt er „auvirðilegt og ruddalegt, lítilmannlegt, ógöfugmannlegt og tilgangslaust”. Hins vegar að pynta líkamann með meinlætalifnaði, því það er „kvalafullt, ógöfugmannlegt og 13 B Ú D D H A Stúpan í Sarnath er talin vera á þeim stað þar sem Búddha flutti fyrstu ræðuna. Stúpa : grafhaugur sem reistur er til að geyma ösku Búddha eða dýrðlinga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=