Búddhatrú - Leiðin til Nirvana

Hinsta stundin Um áttræðisaldur veiktist Búddha hastarlega af matareitrun sem dró hann til dauða. Hann var þá á leiðinni til þorpsins Kushina­ gara. Þegar hann kom þangað lagðist hann aðframkominn niður í trjálund. Fjöldi fylgjenda safnaðist saman í kringum hann. Síð­ ustu orð hans voru: „Allt sem hefur verið skapað er undirorpið hrörnun og dauða. Allt er hverfult. Vinnið að frelsun ykkar af kostgæfni.” Síðan sneri Búddha sér á hliðina og setti hægri höndina undir höfuð sér. Stuttu síðar hætti hjarta hans að slá. Fylgjendur hans segja að hann hafi liðið inn í parinirvana , endanlegt nirvana , það ástand „þegar skynjun og tilfinningar hætta”. Búddha Maitreya Búddha sagði að hann væri ekki fyrsti Búddha sem birst hefði á jörðinni og ekki sá síðasti. Búddhistar bíða komu mikils Búddha sem þeir nefna Maitreya. Þeir álíta að þegar hann birtist muni andlegt ástand heimsins batna og gullöld siðmenningar komast á. 12 B Ú D D H A Í Kushinagara er lítið musteri með líkneski af Búddha liggjandi á hliðinni, líkt og þegar hann dó.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=