Búddhatrú - Leiðin til Nirvana

leiðslunni fyrr en hann hefði fundið svarið við því hvernig hægt væri að yfirvinna þjáninguna. Þegar Siddharta hafði setið lengi og hugleitt lýstist innri verund hans skyndilega upp. Hann snerti jörðina með annarri hendinni og kallaði hana til vitnis um að hann væri búinn að öðlast skiln­ ing á tilgangi lífsins. Hann gerði sér nú ljósa grein fyrir því að fólk þjáist vegna þess að það er aldrei ánægt með það sem það hefur. Það vill alltaf meira. Hann kom líka auga á leið út úr þess­ ari óhamingju. Á þessari stundu breyttist Siddharta í Búddha – þann sem er vaknaður af svefni fáviskunnar og skynjar lífið eins og það er í raun og veru. Hann var laus við allar langanir, ástríður og fýsn­ ir. Djúpur friður gagntók hann. Hann hafði öðlast það sem kall­ að er nirvana , algleymi, kyrrð sjálfsins. Nirvana hefur verið lýst sem endi ófullkomleika. Búddhistar segja að þá „slokkni eldar” græðgi, haturs og vanþekkingar. Æskuslóðirnar heimsóttar Búddha vildi að aðrir fengju að öðlast skilning á þeirri þekkingu sem honum hafði hlotnast. Hann vildi hjálpa fólki að finna sanna hamingju. Næstu fjörutíu og fimm árin gekk Búddha um Norður-Indland og kenndi fólki að losna undan þjáningum. Á ferð sinni um landið kom hann aftur til æskuslóða sinna í Lumbini. Faðir hans, Shudd­ hodana konungur, gladdist mjög þegar hann sá son sinn á ný eftir öll þessi ár og fyrirgaf honum að hafa yfirgefið konungsríkið og fjölskyldu sína. Hann sá að spádómur vitringsins, Asíta, hafði ræst. Siddharta, sonur hans, var orðinn mikill andlegur leiðtogi. Eiginkona Búddha, Jasódara og sonur þeirra, Rahula, gerðust bæði meðlimir sangha . Þó að þeim hefði þótt mjög sárt þegar hann fór frá þeim, þá hafði það verið nauðsynlegt að þeirra mati, því annars hefði hann ekki getað rækt ætlunarverk sitt: að frelsa alla menn frá þjáningum. Ananda, frændi Búddha, gerðist einnig munkur og varð með tímanum fremstur allra lærisveina hans. 11 B Ú D D H A

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=