Búddhatrú - Leiðin til Nirvana

Samfélagið á dögum Búddha Á dögum Búddha var hindúatrú ríkjandi á Indlandi. Fólkið trúði að því væri áskapað að fæðast inn í ákveðna stétt sem það gæti ekki með nokkru móti losnað úr í þessu lífi. Þjóðfélaginu var skipt í fimm „kasta,“ eða stéttir. Efst trónaði prestastéttin, hinir svokölluðu brahmínar en á botninum var stór hópur verkafólks sem átti að þjóna þeim sem hærra voru settir. Þessi stétt var í raun og veru réttindalaus og útskúfuð úr samfélaginu á meðan aðrir hópar, sem voru taldir tilheyra æðri stéttum, nutu mikilla forréttinda, án þess að hafa annað til þess unnið en að fæðast inn í ákveðnar fjölskyldur. Búddha var ósammála þessu kerfi og benti á óréttlæti þess. Hann sagði: „Kenning mín gerir engan mun á hátt settum og lágt settum, ríkum eða fátækum. Hún er eins og himinninn sem rúmar allt, eins og vatn sem þvær allt og alla.“ Fólkið tilbað marga guði. Það bjó sér til líkneski af þeim og færði þeim fórnir. Búddha var andsnúinn skurðgoðadýrkun. En þegar fólk vildi ræða við hann um guði hindúatrúar, benti hann á að í stað þess að velta því fyrir sér hvort þeir væru til eða ekki væri skynsamlegra að einbeita sér að því að þroska sig andlega. Hins vegar sagði hann sínum nánustu lærisveinum að hið eilífa lögmál ætti sér upphaf í „hinum ófædda, þeim sem á sér ekkert upphaf, hinum óskapaða, þeim sem hefur enga lögun“. Búddha gagnrýndi harðlega brahmínana, prestastétt hindúa, fyrir hræsni og sýndarmennsku. Þeir þóttust geta hjálpað fólkinu en voru ekki færir um það því þeir voru ekki tilbúnir að leita sannleikans. 9 B Ú D D H A Brahmíni fræðir almúgamann um kenningar hindúsimans.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=