Búddhatrú - Leiðin til Nirvana

En til þess þurfti hann að yfirgefa fjölskyldu sína sem honum þótti mjög vænt um, fórna konungstigninni og lifa fábreyttu lífi í stað þess munaðar sem hann hafði vanist. Eina nóttina yfirgaf Siddharta höllina án þess að nokkur yrði þess var. Kanna, vagnstjórinn hans, var sá eini sem fór með hon­ um. Þeir fóru langt út fyrir höfuðborgina. Um morguninn komu þeir að stórum skógi. Siddharta fór úr vagninum og sagði Kanna að halda aftur til borgarinnar. Prinsinn tók af sér konunglega skartgripi og gaf Kanna þá í kveðjuskyni. Þegar Kanna var horfinn úr augsýn skar Siddharta af sér hárið, eins og meinlætamenn gera oft. Stuttu seinna hitti hann betlara sem var á leið um skóginn. Hann gaf honum skrautklæðin sín og fékk í staðinn tötra betlarans. Siddharta gekk lengi, lengi þar til hann kom að ánni Najrang­ ana, sem rennur hjá þorpinu Bodh Gaya. Þar hitti hann fimm meinlætamenn . Þeir sögðu honum að það væri hægt að losna undan þjáningunni með því að hugleiða og fasta dögum saman. Hann ákvað að reyna þessa aðferð. Næstu sex árin stundaði Siddharta meinlætalifnað. Að lokum varð líkami hans svo veikburða að hann var nær dauða en lífi. Dag einn, þegar hann sat í hugleiðslu við árbakkann, átti lítill bátur leið hjá. Í bátnum sátu tónlistarkennari og nemandi hans. Kennarinn var að útskýra fyrir nemandanum hvernig stilla á hljóðfæri. „Ef þú strekkir strenginn of mikið þá slitnar hann en ef hann er of slakur, þá hljómar hann ekki rétt.” Þegar Siddharta heyrði þetta gerði hann sér grein fyrir að hvorki strangar föstur né munaður er leiðin til lífshamingjunnar. Leiðin þangað er fólgin í að þræða meðalveginn á milli þessara tveggja öfga. meinlætamenn : menn sem stunda sjálfspíslir til að öðlast andlegan þroska. fasta : það að neyta hvorki matar né drykkjar. munaður : óhóf, nautn, líf í allsnægtum. 8 B Ú D D H A

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=