„Ég heyrði í þér, pabbi,“ sagði Guðrún. „Þú komst að bjarga mér.“ Hann brosti með tárin í augunum. „Ég var ekki einn um það,“ svaraði hann. „Við komum mörg saman þér til bjargar. Ykkur til bjargar.“ „Afi!“ hrópaði Guðrún upp yfir sig. „Hvar er hann? Er hann ómeiddur?“ Hún fékk yfir sig hóstakast sem glumdi um tóma kirkjuna. Svo heyrði hún ráma og másandi rödd Hróbjarts afa. „Ég er hérna, Lubba mín, og það er víst þér að þakka.“ Hann haltraði inn kirkjugólfið í brenndum fatalörfum, sjálfur að jafna sig eftir átökin. Pabbi hjálpaði Guðrúnu á fætur og saman gengu þau út um dyrnar. Úti var búið að slökkva í brennunni og í kringum rjúkandi rústirnar stóð hópur fólks sem hyllti Guðrúnu sem hetju. Það hafði hópast að eldinum undir forystu pabba hennar til að bjarga bæði henni og Hróbjarti af bálinu. Sýslumaðurinn reyndi að hindra þau og sagði stúlkuna vera samseka seiðskrattanum afa hennar. Það sneri sveitinni endanlega gegn 95
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=