Brennd á báli

Guðrún fylltist von um að ræða hennar hefði snert við hjörtum fólksins og fylgdist spennt með pabba sínum rétta hönd á loft og nágranna þeirra gera slíkt hið sama. Svo kom önnur hönd og sú þriðja. Fjórða og fimmta. Sjötta og sjöunda. Áttunda. Níunda. Bara tvær í viðbót! En þar lauk talningunni. „Látum svo vera,“ sagði sýslumaður og lýsti Hróbjart þar með sekan um galdur. Guðrún fylgdist með hryllingi með því þegar prestur bar eld að bálkestinum. Hún vildi öskra svo hátt að fjöllin færðust úr stað. Hún vildi grípa um hvern þann sem neitaði að styðja afa hennar og hrista hann eins og tusku. Hún vildi binda bæði sýslumann og prest og fleygja þeim á bálið. En Guðrún stóð bara grafkyrr og horfði á logana kvikna í kringum afa. Hann svitnaði undan hitanum og var þegar hálfhulinn reyk. Bráðum myndu logarnir ná inn að fótum og þá yrði ekki aftur snúið. Hvað gat hún gert? Enginn vildi hjálpa henni. Enginn hlustaði. Öllum stóð á sama. Hvers konar heimur var þetta? Þurfti virkilega svona lítið til að menn snerust hver gegn öðrum? Hvar var samkenndin? Kærleikurinn? Guðrún hugsaði um litla barnið á gólfinu Af hverju er fólkið í sveitinni orðið svona? 90

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=