Brennd á báli

„Elsku Lubba mín,“ sagði afi og brosti fallega til hennar, „mikið ertu hjartahrein og vel hugsandi.“ Hann gat ekki þurrkað tárin af vanga sér, með báðar hendur bundnar fyrir aftan bak, heldur lét þau renna niður í gránað skeggið, og Guðrún grét líka. Hún leit á pabba sinn, sem var bæði hissa og stoltur. Svo leit hún á prest og sýslumann, sem virtust orðlausir yfir ræðuhöldum ungu konunnar. Þá var eins og sýslumaður vaknaði aftur til vitundar. Hann ávarpaði samkomuna og bað um að sjá hversu margir væru reiðubúnir að styðja eið Hróbjarts um sakleysi. Guðrún er barn og hún er sú eina sem stendur upp fyrir þeim sem eru ásökuð um galdra. Af hverju er enginn fullorðinn með henni í liði? 89

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=