Brennd á báli

88 brennt hann afa minn og maddaman verður enn veik? Hvern á þá að brenna næst? Þið segið djöfulinn stýra verkum manna en sjálf efist þið um verk Guðs, hvers vilji er óljós og óþekkjan- legur okkur mönnunum! Ég veit ekki hvers vegna Guð leyfir hungursneyð, fédauða, óveður og veikindi, ástæður hans eru ofar mér og mínum skilningi en ég veit að það er ekki okkar hlutverk að efast um hans vilja. Er það ekki hið raunverulega guðlast, prestur? Erum við ekki öll sek um andstöðu gegn skaparanum?“ Hún dró andann djúpt. Fólkið hékk á hverju orði. „Við brenndum Þorbjörn fyrir það eitt að verja sig,“ hélt hún áfram lágri röddu, „og refsuðum Stefáni fyrir að vera öðruvísi en við hin. Mæðginin rákum við burt fyrir það eitt að vera utanaðkomandi. Og nú á að brenna afa minn fyrir að vilja hjálpa öðrum. Þá megið þið rétt eins brenna mig líka.“ Loksins hafði Guðrún þorað að láta hugsanir sínar í ljós frammi fyrir öllum. Hvort sem fólk myndi taka mark á orðum hennar eða ekki, þá hafði hún mælt frá hjartanu. Hvað á hún við? Hvað er guðlast?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=