87 Loks var afi hennar færður út úr kirkjunni, leiddur fram af presti og sýslumanni báðum. Hróbjartur horfði reiðilega yfir áhorfendur en mildaðist í framan og brosti blíðlega þegar hann sá Guðrúnu og pabba hennar. Prestur las upp ásakanirnar varðandi flótta mæðginanna og bað fangann að svara fyrir þær. „Minn eini glæpur var að hjálpa fólki í neyð!“ hrópaði Hróbjartur. „Að koma saklausu fólki burt úr klóm fordóma og haturs sem síðan reyndist aðeins vera úr öskunni í eldinn.“ „Látið afa minn lausan!“ hrópaði Guðrún og hljóp fram fyrir hópinn svo að allir gætu séð hana. „Þið ásakið fólk um að magna galdur til að spilla fyrir öðrum. En lítið í kringum ykkur! Við höfum öll upplifað harðindi. Veikindi. Dauðsföll. Það þarf engan galdur til þess. Svo er lífsins gangur hér á okkar volaða landi! Fé deyr, fólk deyr, uppskera bregst og bátar farast. Herra Pétur, mér þykir leitt að kona þín sé kvalin en hversu marga aðra þarf að kvelja til að bæta fyrir líðan hennar? Hversu margir þurfa að deyja áður en þið sættið ykkur við að veikindi hennar eru ekki okkur að kenna? Og hvað gerist þegar þið hafið Hvernig ætli Guðrúnu líði á þessari stundu?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=