86 öfundað hann og sjálfur viljað giftast Halldóru, en hún hafnað honum og þess vegna hefði hann lagt á hana álög. Kvalið konuna öll þessi ár. Ekkert af þessu var satt. Guðrún skildi ekki hvaðan þessar lygar spruttu, þessi hræðsla og hatur en hún varð að binda enda á þær. Hennar skoðun skipti litlu máli. Sýslumaður tók ekki mark á henni. En hún ætlaði samt að fá fólkið til að hlusta. Þau feðginin töluðu máli Hróbjarts um alla sveitina en þótt allir sýndu honum samkennd og sögðust líka vel við gamla manninn voru sárafáir til í að sýna stuðning í verki. Það var eins og fólk óttaðist að galdraorðið myndi smitast til þess ef það styddi eiðinn. Eins og það yrði þá næst í röðinni á bálið. Þau mættu að kirkjunni vonlaus um að geta nokkuð gert. Þar fyrir utan var þegar búið að undirbúa bálköstinn. Beint fyrir framan kirkjuna. Guðrún trúði ekki að góður Guð gæti leyft þessu að gerast. Jafnt og þétt fjölgaði í hópnum, eins og nú væri í vændum hin besta skemmtun. Ungir sem aldraðir stóðu í kring. Guðrún taldi alla sveitina vera mætta á staðinn, fyrir utan móður hennar, Þóru og litla drenginn. Hvað finnst þér um að fólk skáldi upp sögur um annað fólk til að koma höggi á það?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=