84 Fjölskyldan leynir því að Þóra sé móðir barnsins. Miklir fordómar voru gagnvart konum sem eignuðust börn utan hjónabands því það máttu ekki allir eignast börn (fólk þurfti að vera gift og eiga fyrir sér „kúgildi“) og margar mæður báru börn út í neyð. Hér hjálpa foreldrar Þóru til og þykjast vera foreldrar barnsins, svo að dóttir þeirra lendi ekki í vandræðum. Að eignast barn í leyni eða að bera barn út var kallað dulsmál. Þegar barn var borið út var farið með það út og það skilið eftir og látið deyja. Hvað finnst þér um þetta? Hver var réttur ógiftra kvenna á þessum tíma? Hvernig heldur þú að mæðrunum hafi liðið? Þjóðsagan Móðir mín í kví, kví segir frá útburði sem ásækir móður sína eftir dauðann. Það gæti verið fróðlegt að skoða söguna. „Leggðu ekki nafn drottins við hégóma!“ hrópaði presturinn og sló Guðrúnu. En af hverju var hann svona reiður? Samkvæmt Biblíunni lét Guð mennina fá 10 boðorð eða reglur um góða hegðun. Það sem presturinn sagði er þriðja boðorðið og merkir að biðja ekki til Guðs um hjálp við ómerkilega hluti. Guðrún hafði beðið Guð um að stöðva brennuna og þegar fór að rigna fagnaði hún því að hann hefði hlustað. Prestinum fannst hún þá hafa brotið þetta boðorð Guðs. Hvað finnst þér? Var hún að biðja Guð um eitthvað ómerkilegt? VANGAVELTUR OG HUGLEIÐINGAR VIÐ 8. KAFLA
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=