Brennd á báli

83 „Þið hafið tíma til að safna stuðningi en ekki vænta þess að margir liðsinni ykkur.“ Sýslumaður staupaði vínið og þakkaði fyrir sopann. „Hamingjuóskir, enn og aftur,“ sagði hann að skilnaði og kinkaði kolli til kvennanna í stofunni. „Eitt líf hefst og öðru lýkur! Slík er kaldhæðni örlaganna.“ Hann staldraði í dyragættinni og tók sólinni fagnandi. „Þvílíkur blíðviðrisdagur!“ ÚTSKÝRINGAR Á ORÐI, ORÐASAMBANDI: Að vera getin/n í synd. Fyrr á tímum var það talin synd eða brot gegn guðsorði að eiga börn áður en fólk gifti sig og ef börn fæddust áður en foreldrar giftu sig var sagt að þau hefðu verið getin eða búin til í synd. Að vera meyr þýðir að vera mjúkur eða tilfinninganæmur. Teikn merkir spá eða vísbending um að eitthvað eigi eftir að gerast. Að leggja ekki nafn drottins við hégóma merkir biðja guð ekki um ómerkilega hluti. Nauðug viljug merkir að gera eitthvað gegn vilja sínum, vera neydd/ur til að gera eitthvað sem maður vill ekki gera. Hvað heldur þú að kaldhæðni örlaganna merki?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=