82 „Hvaða sannanir berðu fyrir því?“ Guðrún var ánægð að heyra pabba hennar heimta svör. „Sannanir?“ endurtók sýslumaður. „Sakborningarnir – seiðskrattarnir sjálfir – játuðu allt um gjörðir Hróbjarts. Eða hafið þið ekki heyrt fréttirnar? Þau fundust tveimur fjörðum frá. Munu hafa farið yfir ána án þess að nota hest eða ferju, svo göldrótt er víst gamla kerlingin.“ Hann hvessti augun framan í Guðrúnu. „Þau voru brennd þar í gær. Reykjarsúlan sást víst langar leiðir.“ Guðrún hélt augnsambandinu eins lengi og hún gat en svo fann hún tárin byrja að brjótast út og leit undan til að fela það. Sýslumaður sneri sér aftur að pabba hennar. „Þegar er búið að þinga og hann hefur formlega verið sakaður um galdur. Ég taldi réttast að láta ykkur vita áður en brennan hefst niðri við kirkju síðar í dag.“ „En tylftareiðurinn?“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=