81 „Annars kom ég nú í öðrum erindagjörðum en að óska ykkur til hamingju með fjölskyldumeðliminn,“ sagði sýslumaður og gerðist þungbrýndur að sjá. „Það varðar hann föður þinn, Hróbjart gamla.“ „Hvað hefurðu gert afa?“ spurði Guðrún reið og óþolinmóð. „Gert honum? Ekki neitt,“ svaraði sýslumaður, „ekki annað en það sem hann hefur kallað yfir sig með sínum eigin gjörðum.“ „Hvað áttu við?“ spurði pabbinn. „Ég þurfti að taka hann höndum, hann pabba þinn, úti við hesthúsin í morgun,“ útskýrði sýslumaður. „Mér þykir það leitt.“ „Leitt!“ endurtók Guðrún reiðilega. „Ef þér þykir það leitt skaltu láta hann í friði!“ „Viltu hafa stjórn á dóttur þinni,“ skipaði sýslumaður og pabbi bað Guðrúnu að hafa sig hæga. Hún hlýddi, nauðug viljug nauðug viljug. „Á hvaða forsendum hefurðu tekið föður minn höndum?“ „Hann lagði sakborningum lið við að flýja réttvísina,“ svaraði sýslumaður.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=